Aseba á Íslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Fjölmenningarleg viðmið og úrvinnsla

12.09.2008 15:06 - 7631 lestrar

Að gefnu tilefni er minnt á að með nýrri útgáfu ADM hugbúnaðar (útgáfa 7.2) er hægt að gera úrvinnslu út frá ólíkum viðmiðunarhópum eða menningarlegum bakgrunni. Einnig hefur verið bætt við fjórum nýjum þáttum (OCD, PTSD,SCT og PQ) eins og nánar er fjallað  um hér á fréttasíðunni.

Samhliða þessari viðbót, var gefin út aðgengileg handbók um viðbætur og notun fjölmenningarlegra viðmiða.

Þá eru endurútgefnar (5.útg.) stuttar handbækur (guides) fyrir einstaka þjónustþætti s.s. starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu, félagslegri þjónustu og þjónustu við eldra fólk.

Námskeið - notkun ASEBA

30.08.2008 13:39 - 8076 lestrar

Vakin er athygli á að námskeiði um notkun ASEBA matstækja sem verður haldið í Reykjavík 17. sept og 7. okt. n.k. Sjá nánar í flipanum hér til vinstri.

 


Íslenskt efni í ritaskrá ASEBA

16.04.2008 08:16 - 8335 lestrar

Höfundar íslenskra rannsókna og greina sem notað hafa einhver mælitækja ASEBA í rannsóknum sínum, eru hvattir til að senda ASEBA á Íslandi útdrátt (ABSTRACT)í tölvutæku formi eða í ljósriti.

Tilgangur þessa er að koma á framfæri íslensku efni í ritaskrá ASEBA. Slíkt auðveldar heimildaleit og upplýsingagjöf.
Þeir sem þess óska geta einnig sent efnið beint til höfuðstöðva ASEBA í Vermont.
Áhugasömum er bent á að hafa samband ef óskað er nánari upplýsinga.


Ritaskrá ASEBA 2008

09.04.2008 08:32 - 8039 lestrar

Á hverju ári gefur ASEBA út ritaskrá sem inniheldur yfirlit yfir birtar rannsóknir og greinar þar sem notast er við einhver mælitækja ASEBA.

Ritaskráin (ASEBA Bibliography. Bibiliography of Published Studies Using the Achenbach System of Empirically Based Assessment (ASEBA): 2008 Edition) inniheldur 6513 birtar greinar miðað við 31. des. 2007. Um er að ræða lista yfir 8000 höfunda og þau 80 tungumál sem þýtt hafa matslista ASEBA.

Ritaskráin kemur á geisladiski, er sérlega notendavænn í uppsetningu og hægt er að samkeyra heimildir í/úr EndNote eða afrita heimildaskráningu beint í texta og í heimildaskrá.

Með uppflettingu í ritaskránni er á einfaldan hátt hægt að finna greinar út fá höfundum eða lykilorðum og fl. leitarstrengjum.

Nýlegustu rannsóknirnar og greinar ásamt útdrætti er einnig að finna á heimasíðu www.aseba.org.


Námskeið-B um ASEBA

08.03.2008 12:29 - 8846 lestrar

Vakin er athygli á að í boði eru tvö námskeið. Annað (A) er ætlað þeim sem eru að nota og hafa reynslu af notkun ASEBA fyrir leik og grunnskólaaldur. Hitt námskeiðið (B) er ætlað þeim sem hafa kynnst og/eða áforma að nota matstæki ASEBA í starfi sínu.
Námskeiðin eiga erindi við fagfólk sem starfar innan heilbrigðis-, skóla- eða félagskerfis.

ATH: Námskeiðið er flutt til föstudagsins 4. apríl

Tilkynna þarf skráningu fyrir kl. 12:00 Mánudaginn 31. mars. n.k.


« fyrri síða | næsta síða »

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur