Aseba á Íslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Fjölmenningarlegar niðurstöður um leikskólalista ASEBA

22.02.2010 13:49 - 8662 lestrar

Í október haustið 2009 var unnið að gagnasöfnum fyrir ASEBA skimunar- og matslista barna á aldrinum 1½ -5 ára. Safnað var gögnum frá foreldrum (móður og föður) og frá leikskólakennara vegna rúmlega 300 barna og var skilahlutfall um 62%.

Nú er unnið að greiningu á niðurstöðum hér á landi og væntanlegri birtingu þeirra. Einnig hafa gögnin verið hluti af fjölmenningarlegri rannsókn (24 þjóðlönd) undir stjórn Leslie Rescorla og Thomas Achenbach.

Niðurstöður benda til staðfestingar á þáttagreiningu matslistanna, að innri áreiðanleiki sé góður og að íslenskir foreldrar og leikskólakennarar skori börnin lægra en foreldrar flestra annarra þjóða. Þessar niðurstöður virðast gefa tilefni til að miða mat íslenskra foreldra við „lága skorun" þegar skorun samanburðarlandanna er höfð til viðmiðunar.

Áætluð er ný handbók um þessar fjölmenningarlegu niðurstöður „Multicultural Supplement for Preschool Age Forms" auk rannsóknargreinar sem áætlað er að birtist m.a.í Journal of Child Psychiatry and Psychology. Þá mun jafnframt ný útgáfa af ADM hugbúnaðinum (útgáfa nr.9) koma út í mars/apríl 2010 með möguleika til úrvinnslu út frá niðurstöðum fjölmenningarlegrar rannsókna og einum nýjum þætti „Stress Problems Scale".

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur