Aseba á Íslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Grein um rannsókn á leikskólabörnum og börnum með CP

30.11.2010 14:52 - 8010 lestrar

Í nóvemberhefti tímaritsins Developmental Medicine & Child Neurology (Volume 52, Issue 11, pages 1056-1061, November 2010) er birt grein sem fyrst var birt vefrænt í maí 2010 um niðurstöður rannsóknar á börnum á leikskólaaldri og börnum með heilalömun (CP). Titill greinarinnar er „Behavioural and emotional symptoms of preschool children with cerebral palsy: a population-based study".

Niðurstöður eru að meirihluti barna með CP eiga við tilfinningalegan- og hegðunarlega erfiðleika að stríða sem nauðsynlegt er að taka tillit til við ráðgjöf og meðferð. Hægt er að nálgast greinina í heild sinni á slóðinni: http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1469-8749.2010.03698.x/abstract

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur