Aseba á Íslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Rannsókn á viðmiðum fyrir skimunar- og matslista ASEBA 1½ -5 ára

06.09.2009 08:53 - 10916 lestrar

Nú stendur yfir rannsókn sem varðar söfnun viðmiða fyrir ASEBA skimunar- og matslista fyrir börn á aldrinum 1½ -5 ára. Rannsóknin er unnin í samstarfi Háskóla Íslands, Rannsóknarseturs í barna og fjölskylduvernd og Aseba á Íslandi. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Halldór Sig. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar er að afla viðmiða fyrir íslenska útgáfu tveggja matslista á líðan og hegðun barna. Aflað er samræmdra upplýsinga um mat foreldra (forsjáraðila) og annarra þ.m.t. starfsmanns leikskóla, sem þekkja vel til barnsins. Niðurstöðurnar mynda grunn eða viðmið sem nýtast við rannsóknir og athuganir á börnum.

Úrtakið er tilviljunarúrtak 500 barna á aldrinum eins og hálfs árs til fimm ára. Leikskólar voru valdir með tilviljunarúrtaki og leitað er til foreldra allra barna á fimm leikskólum í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum er leitað til foreldra nokkurra barna í viðkomandi leikskóla. Sá barnahópur er líka valinn með tilviljunarúrtaki.

Áætlað er að gagnasöfnun ljúki um miðjan september.

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur