Aseba á Íslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Viðbót hjá ASEBA: BPM - mat á árangi af íhlutun

09.09.2011 11:53 - 15249 lestrar

Brief Problem Monitor (BPM) eru nýir matslistar ásamt hugbúnaði sem verið hafa í þróun hjá ASEBA. Þeir eru ætlaðir til notkunar við framvindu- og árangursmælingar við íhlutun og meðferð.

Listarnir eru ætlaðir fyrir foreldra (BPM-P), kennara (BPM-T) og unglinga (BPM-Y) og tekur um 1-2 mínútur að svara þeim. Niðurstöður raðast á fjóra þætti, líðan, athygli-og einbeitingarvandi, hegðun og heildarerfiðleikar. Spurningar og þættir eru hliðstæð CBCL, TRF og YSR  og gefa notendum möguleika til að nýta þau svör við mat á íhlutun.

Framsetning niðurstaðna er grafísk, s.s. samanburðarmyndir og ferlirit. Hægt að nota fyrirliggjandi íslensk viðmið og viðmið annarra þjóða eftir því sem við á.

Nánari upplýsingar er í meðfylgjandi bæklingi og hjá ASEBA á Íslandi.

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur