Aseba á Íslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Um námskeið

Næstu námskeið:

Tekið við skráningum -  skráning á netfangi Halldórs, halldor@bjarkir.net

Tengiliðir ASEBA á Íslandi sf. veita gjarnan upplýsingar og ráðgjöf ef óskað er.

 

Matslistar á öðrum tungumálum.

Matstæki ASEBA hafa verið gefin út á yfir 110 tungumálum og er hægt að útvega matslista á öðru tungumáli ef þess gerist þörf.

Notendur sem þess óska, geta haft samband við ASEBA á Íslandi vegna slíkra erinda en einnig er hægt að hafa senda fyrirspurn beint til aðalstöðva ASEBA í USA.

Til að svara vangaveltum notenda ASEBA matslistanna og ADM hugbúnaðarins um hvort hægt sé að nota þá útgáfu hugbúnaðar sem þeir hafa, er hér að finna stutta samantekt um mismun á þeim útgáfum hugbúnaðarins sem komið hafa síðan 2000.

Frá og með apríl 2015 leysir nýr hugbúnaður (ASEBA-PC) þann eldri (ADM) af hendi. 

Námskeið:

Notkun ASEBA matslistanna krefst góðrar þekkingar á viðeigandi handbókum og hugbúnaði.

ASEBA á Íslandi býður upp á námskeið varðandi notkun kerfisins. Farið er yfir efni varðandi; aðferðarfræði, notkun staðlaðra matstækja, spurningalista fyrir alla aldurshópa og helstu breytingar, kynntar rannsóknir og gagnagrunnur ASEBA, kynnt og þjálfuð uppsetning og notkun hugbúnaðarins, farið í fyrirlögn, óvissuþætti, úrvinnslu, innslátt og túlkun, og kynntir möguleikar í rannsóknum og greinandi vinnslu.

Kennari er Halldór S. Guðmundsson.

Aðrir tengiliðir ASEBA á Íslandi sf., Guðrún Bjarnadóttir, sálfræðingur og Helga Hannesdóttir, barna- og unglingageðlæknir, koma einnig að námskeiðshaldi ásamt Ingibjörgu M. Guðmundsdóttur, sálfræðingi, allt eftir aðstæðum og fjölda þátttakenda hverju sinni.

 

Notkun ASEBA (glærur v/námskeiða)

Um Aseba   - Fjölskyldumódel  - BPM listar   - Yfirlit greina/rannsókir  - Hugtakalista 18-59

 

Glærur

Flæðirit, einkennaflokkun og normaldreifing

Skýringar útreiknings á þætti - Family (18-59)

 

 

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur