Aseba į Ķslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er aš vera umbošsašili og tengilišur ASEBA spurningalistakerfisins į Ķslandi. Félagiš annast žżšingar og umsjón meš śtgįfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu žeirra og tilheyrandi hugbśnašar. Tilgangur félagsins er aš koma fram fyrir hönd ASEBA, į Ķslandi og annast fręšslu og samningagerš viš ašra ašila varšandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir į eša meš ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt aš beita sér fyrir rannsóknum og žróunarstarfi t.d. meš stofnun rannsóknarsjóša eša žįtttöku ķ žeim.

Efni

Vefútgáfa ASEBA- útfylling á íslensku í þróun

26.02.2012 18:19 - 6500 lestrar

Frá 2002 hefur ASEBA unnið að þróun búnaðar til svörunar á matslistum ASEBA á Internetinu. Nýjasti búnaðurinn er iForms sem tekin var í notkun 2010, fyrst á ensku og spænsku og skömmu síðar á þýsku.

Síðustu mánuði hefur Aseba á Íslandi unnið að þýðingu og uppsetningu á íslenskri útgáfu ASEBA matslistanna fyrir vef-útfyllingu (WebForms Direct). Gert er ráð fyrir að aðgengilegir verði listar fyrir 1,5 ára til 59 ára, í þessum áfanga.

Á næstu vikum og mánuðum verður unnið með forprófun og eru áhugasamir notendur sem gætu hugsað sér að taka þátt í forprófuninni eða áætla að nýta sér slíkan búnað, hvattir til að hafa samband við Halldór (netfang aseba@aseba.net).


Viðbót hjá ASEBA: BPM - mat á árangi af íhlutun

09.09.2011 11:53 - 7280 lestrar

Brief Problem Monitor (BPM) eru nýir matslistar ásamt hugbúnaði sem verið hafa í þróun hjá ASEBA. Þeir eru ætlaðir til notkunar við framvindu- og árangursmælingar við íhlutun og meðferð.

Listarnir eru ætlaðir fyrir foreldra (BPM-P), kennara (BPM-T) og unglinga (BPM-Y) og tekur um 1-2 mínútur að svara þeim. Niðurstöður raðast á fjóra þætti, líðan, athygli-og einbeitingarvandi, hegðun og heildarerfiðleikar. Spurningar og þættir eru hliðstæð CBCL, TRF og YSR  og gefa notendum möguleika til að nýta þau svör við mat á íhlutun.

Framsetning niðurstaðna er grafísk, s.s. samanburðarmyndir og ferlirit. Hægt að nota fyrirliggjandi íslensk viðmið og viðmið annarra þjóða eftir því sem við á.

Nánari upplýsingar er í meðfylgjandi bæklingi og hjá ASEBA á Íslandi.


Fjölmenningarleg skimun og mat á sálrænum erfiðleikum barna með ASEBA og SDQ.

29.06.2011 12:16 - 6129 lestrar

Í greininni sem birtist í Child Psychology and Psychiatry (2008) er fjallað um niðurstöður margra rannsókna frá mörgum löndum og notagildi matstækjanna. Einnig eru ræddar framtíðarrannsóknir á sviðinu.

http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1469-7610.2007.01867.x/pdf

(http://www.med.uvm.edu/VCCYF/downloads/60.pdf)


Geðheilsa barna og fjölmenningarlegur veruleiki

22.05.2011 12:07 - 5834 lestrar
Í nóvember-hefti Transcultural psychiatry fjallar T.Achenbach um Multicultural Evidence-Based Assessment of Child and Adolescent Psycopathology. Hægt er að lesa greinina í opnum aðgangi á slóðinni http://tps.sagepub.com/content/47/5/707.

Grein um þáttagreiningu CBCL 1,5-5 ára í 23 þjóðlöndum

30.11.2010 14:54 - 6952 lestrar

Í deseberhefti Journal of the American Academy of Child & Adolescent Psychiatry (Volume 49, Issue 12, Pages 1215-1224) er greint frá niðurstöðum rannsókna á þáttagreiningu foreldralista fyrir leikskólabörn (CBCL 1,5-5 ára) frá 23 þjóðum. Þar á meðal eru gögn frá Íslandi. Titill greinarinnar er Preschool Psychopathology Reported by Parents in 23 Societies: Testing the Seven-Syndrome Model of the Child Behavior Checklist for Ages 1.5-5

Niðurstöður staðfesta þáttagreiningu (sjö þátta) frá öllum þjóðnunum. Nánari umfjöllun er hægt að finna í tímaritinu og útdrátt á slóðinni http://www.jaacap.org/article/abstracts


« fyrri sķša | nęsta sķša »

Upp aftur

Vinstri hliš

Leturstęršir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Nįmskeiš um ASEBA matstękin, notkun žeirra og helstu nżjungar og breytingar.

Įhugasamir hafi samband og tilkynni žįtttöku į netfangiš halldor@bjarkir.net. 

Dęmi um Dagskrį nįmskeišsins

Póstlisti
Öryggiskóši

Upp aftur