Aseba á Íslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er að vera umboðsaðili og tengiliður ASEBA spurningalistakerfisins á Íslandi. Félagið annast þýðingar og umsjón með útgáfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu þeirra og tilheyrandi hugbúnaðar. Tilgangur félagsins er að koma fram fyrir hönd ASEBA, á Íslandi og annast fræðslu og samningagerð við aðra aðila varðandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir á eða með ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt að beita sér fyrir rannsóknum og þróunarstarfi t.d. með stofnun rannsóknarsjóða eða þátttöku í þeim.

Efni

Námskeið-A - breytingar á matslistum, hugbúnaði og úrvinnslu

07.03.2008 12:33 - 7264 lestrar

Markmiðið námskeiðsins er að kynna helstu breytingar á matslistum og hugbúnaði ASEBA á síðustu fjórum árum, sérstaklega varðandi börn á grunnskólaaldri.

Námskeiðið er ætlað sálfræðingum og öðrum þeim sem sem vinna með og hafa reynslu af notkun skimunartækja ASEBA. Námskeiðið á erindi við fagfólk sem starfar innan heilbrigðis-, skóla- eða félagskerfis. Kennslan fer fram í fyrirlestraformi, umræðu og verkefnum.

Tilkynna þarf skráningu fyrir kl. 12:00 Mánudaginn 31. mars. n.k.

Sjá nánar hér.


Heimasíða ASEBA - Yfir 5000 heimsóknir á árinu

29.12.2007 18:18 - 9445 lestrar - Athugasemdir (117)

Í dag , 29. des. hafa verið 5055 innlit á heimasíðu ASEBA á Íslandi sf. Um er að ræða 3161 gest. Fjöldi heimsókna á heimsíðuna hefur aukist jafnt og þétt allt árið og er nú milli 5-600 á mánuði. Eins og reikna má með eru lang flestar heimsóknirnar frá íslendingum.


Málþroskakönnun LDS fyrir 18-35 mánaða (CBCL 1,5-5 ára)

19.11.2007 15:47 - 498573 lestrar - Athugasemdir (9411)

Nýr matslisti er nú til hjá ASEBA. Um er að ræða málþroskakönnun ætluð fyrir foreldra 18-35 mánaða gamalla barna. LDS stendur fyrir "Language Development Survey".

Hægt er að vinna úr listanum í ADM hugbúnaði og fá fram niðurstöður á svipaðan hátt og venjulega. Um er að ræða skimun á upplýsingum um heilsufar barns, öðrum tungumálum á heimili og fleiru er varpað getur ljósi á áhyggjur af málþroska og orðaforða barnsins. Hafa þarf í huga að viðmið LDS eru grundvölluð á bandarískum rannsóknum.

 


Þáttagreining ASEBA

01.11.2007 22:31 - 128486 lestrar - Athugasemdir (9485)

Notendum til fróðleiks er nú á auðveldan hátt hægt að finna nýlegar heimildir um þáttagreiningu ASEBA og réttmætisathuganir frá mörgum löndum.

Sjá nánar undir flipanum "Rannsóknir og greinar" hér til vinstri - Þáttagreining.

Þá er þarf að finna nýjar greinar um þetta efni þar sem m.a. eru birtar niðurstöður byggðar á íslenskum rannsóknargögnum.


ASEBA eyðublöð á öðrum tungumálum

02.10.2007 09:14 - 217385 lestrar - Athugasemdir (10442)

Oftlega þurfa notendur ASEBA kerfisins að leita eftir upplýsingum frá foreldrum og öðrum sem eiga annað móðurmál en íslensku. Til að mæta því er mælst til að notast sé við matslista á móðurmáli viðkomandi.

Matslistar ASEBA hafa verið þýddir á meira en 75 tungumál. Öll eyðublöð eru ekki til í öllum tungumálum. Til að fá í hendur eintak á því tungumáli sem þörf er á, þurfa notendur að hafa samband við Aseba á Íslandi eða aðalstöðvar í USA.

Hægt er að gera það með því að senda tölvupósti á netfangið aseba@aseba.net eða fylla út beiðni undir flipanum “Hafa samband” hér við hliðina


« fyrri síða | næsta síða »

Upp aftur

Vinstri hlið

Leturstærðir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Námskeið um ASEBA matstækin, notkun þeirra og helstu nýjungar og breytingar.

Áhugasamir hafi samband og tilkynni þátttöku á netfangið halldor@bjarkir.net. 

Dæmi um Dagskrá námskeiðsins

Póstlisti




Öryggiskóði

Upp aftur