Aseba į Ķslandi sf

http://www.aseba.net/

Tilgangur félagsins er aš vera umbošsašili og tengilišur ASEBA spurningalistakerfisins į Ķslandi. Félagiš annast žżšingar og umsjón meš śtgįfu spurningalistanna og milligöngu um dreifingu žeirra og tilheyrandi hugbśnašar. Tilgangur félagsins er aš koma fram fyrir hönd ASEBA, į Ķslandi og annast fręšslu og samningagerš viš ašra ašila varšandi notkun, sölu, dreifingu og rannsóknir į eša meš ASEBA kerfinu. Tilgangur félagsins er jafnframt aš beita sér fyrir rannsóknum og žróunarstarfi t.d. meš stofnun rannsóknarsjóša eša žįtttöku ķ žeim.

Efni

Fjölmenningarlegar niðurstöður um leikskólalista ASEBA

22.02.2010 13:49 - 6820 lestrar

Í október haustið 2009 var unnið að gagnasöfnum fyrir ASEBA skimunar- og matslista barna á aldrinum 1½ -5 ára. Safnað var gögnum frá foreldrum (móður og föður) og frá leikskólakennara vegna rúmlega 300 barna og var skilahlutfall um 62%.

Nú er unnið að greiningu á niðurstöðum hér á landi og væntanlegri birtingu þeirra. Einnig hafa gögnin verið hluti af fjölmenningarlegri rannsókn (24 þjóðlönd) undir stjórn Leslie Rescorla og Thomas Achenbach.

Niðurstöður benda til staðfestingar á þáttagreiningu matslistanna, að innri áreiðanleiki sé góður og að íslenskir foreldrar og leikskólakennarar skori börnin lægra en foreldrar flestra annarra þjóða. Þessar niðurstöður virðast gefa tilefni til að miða mat íslenskra foreldra við „lága skorun" þegar skorun samanburðarlandanna er höfð til viðmiðunar.

Áætluð er ný handbók um þessar fjölmenningarlegu niðurstöður „Multicultural Supplement for Preschool Age Forms" auk rannsóknargreinar sem áætlað er að birtist m.a.í Journal of Child Psychiatry and Psychology. Þá mun jafnframt ný útgáfa af ADM hugbúnaðinum (útgáfa nr.9) koma út í mars/apríl 2010 með möguleika til úrvinnslu út frá niðurstöðum fjölmenningarlegrar rannsókna og einum nýjum þætti „Stress Problems Scale".


Rannsókn á viðmiðum fyrir skimunar- og matslista ASEBA 1½ -5 ára

06.09.2009 08:53 - 9476 lestrar

Nú stendur yfir rannsókn sem varðar söfnun viðmiða fyrir ASEBA skimunar- og matslista fyrir börn á aldrinum 1½ -5 ára. Rannsóknin er unnin í samstarfi Háskóla Íslands, Rannsóknarseturs í barna og fjölskylduvernd og Aseba á Íslandi. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Halldór Sig. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar er að afla viðmiða fyrir íslenska útgáfu tveggja matslista á líðan og hegðun barna. Aflað er samræmdra upplýsinga um mat foreldra (forsjáraðila) og annarra þ.m.t. starfsmanns leikskóla, sem þekkja vel til barnsins. Niðurstöðurnar mynda grunn eða viðmið sem nýtast við rannsóknir og athuganir á börnum.

Úrtakið er tilviljunarúrtak 500 barna á aldrinum eins og hálfs árs til fimm ára. Leikskólar voru valdir með tilviljunarúrtaki og leitað er til foreldra allra barna á fimm leikskólum í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum er leitað til foreldra nokkurra barna í viðkomandi leikskóla. Sá barnahópur er líka valinn með tilviljunarúrtaki.

Áætlað er að gagnasöfnun ljúki um miðjan september.


Ný bók eftir Achenbach

09.06.2009 23:11 - 6341 lestrar

Í bókinni The Achenbach System of Empirically Based Assessment (ASEBA): Development, Findings, Theory, and Applications  er rakin saga ASEBA frá 1960 og helstu áfangar í þróun hugmynda-, aðferðafræði og kenningalegri þróun ASEBA. Nokkur helstu efnisþættir eru:

  • Empirically based approach
  • Quantitative aspects of assessment & taxonomy
  • Developmental psychopathology
  • Linking assessment & taxonomy
  • From classification to quantification
  • Evidence-based assessment (EBA) for evidence-based treatment (EBT)
  • From data to theory & back to data
  • Modeling phenotypic & genotypic interplays
  • From cross-cultural to multicultural research
  • Accelerated longitudinal research

 

Jafnfram eru raktir helstu áfangar í þróun ASEBA og dregnar línur að framtíðarmöguleikum svo sem á sviði fjölmenningarlegra rannsókna, áhættu og verndandi þáttum, matsaðferðum meðferðaraðferða, þjónustukerfa og þjálfun notenda og rannsakenda.

Hægt er að panta bókina í gegnum heimasíðu ASEBA á Íslandi með því að senda tölvupóst á aseba@aseba.net.


Alþjóðleg ASEBA ráðstefna um gagnreynda þekkingu á sviði geðheilbrigði

09.06.2009 22:55 - 6576 lestrar

Síðari hluta júní, 21-24 n.k., verður haldin alþjóðleg ASEBA ráðstefna í Burlington í Vermont í Bandaríkjunum. Tilefnið er að skapa vettvang fyrir starfsfólk og leiðandi aðila í geðheilbrigðisþjónustu, rannsóknum, þjálfun og stefnumótun til fjölmenningarlegs samstarfs og þekkingarmiðlunar.

Í Burlington eru höfuðstöðvar ASEBA og rannsóknarsetur. Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna á eftirfarandi slóð:

http://www.aseba.org/conference.html 


Verðbreytingar á hugbúnaði og handbókum - DOF og ný bók

03.01.2009 14:09 - 6108 lestrar

Árlegar breytingar á vörum og tilkomu á nýjum vörum ásamt breytingu á verði, hafa nú verið uppfærðar með hliðsjón af breytingum á gengi. Engar verðbreytingar eru á eyðublöðum/matslistum á íslensku.

Væntanlegar eru viðbætur við hugbúnaðinn. Um er að ræða DOF athugunarblað sem nú verður hluti af venjubundnum hugbúnaði. Nánar verður fjallað um það síðar.

Þá er væntanleg ný bók eftir Thomas M Achenbach um ber heitið: The Achenbach system of empirically based assessment (ASEBA): Development, findings, theory and applications. Birt verður sérstök frétt um bókina um leið og hún kemur á markað.

 


« fyrri sķša | nęsta sķša »

Upp aftur

Vinstri hliš

Leturstęršir

Upp aftur

Námskeið - um Aseba PC og WEB

Nįmskeiš um ASEBA matstękin, notkun žeirra og helstu nżjungar og breytingar.

Įhugasamir hafi samband og tilkynni žįtttöku į netfangiš halldor@bjarkir.net. 

Dęmi um Dagskrį nįmskeišsins

Póstlisti
Öryggiskóši

Upp aftur